Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. ágúst 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Ekkert smit greinst tengt fótboltaleikjum í Danmörku
FC Kaupmannahöfn fagnar.
FC Kaupmannahöfn fagnar.
Mynd: Getty Images
Engin kórónuveiru smit hafa greinst tengd fótboltaleikjum í Danmörku eftir að byrjað var að spila á nýju í sumar eftir hlé.

Leikmenn og starfsmenn liða í tveimur efstu deildunum hafa farið í próf vegna veirunnar undanfarnar ellefu vikur. Sjö smit hafa greinst í 10.373 prófum eða 0,07%.

Áhorfendur hafa verið leyfðir með takmörkunum og engin smit hafa greinst hjá leikmönnum eða áhorfendum í tengslum við leiki í Danmörku. Miðað hefur verið við að eitt autt sæti sé á milli allra áhorfenda á leikjum.

Keppni í Danmörku lauk í síðasta mánuði en nú er í gangi stutt undirbúningstímabil fyrir næsta tímabil sem hefst í september.

Á Íslandi hefur verið hlé í fótboltanum síðan 30. júlí en vonast er til að keppni hefjist að nýju á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner