Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 11. ágúst 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Özil æfði fyrir leikinn gegn Breiðabliki en spilar þó ekki
Fótboltastjarnan Mesut Özil æfði með Istanbul Basaksehir í gær en liðið er að búa sig undir seinni leikinn gegn Breiðabliki í Sambandsdeildinni.

Özil er að stíga upp úr meiðslum og kemur ekki við sögu í leiknum í Istanbúl í kvöld en hann var ekki skráður í leikmannahóp liðsins fyrir einvígið.

Özil er 33 ára og gekk í raðir félagsins í sumar. Hann varð heimsmeistari með Þýskalandi 2014 og hefur einnig lyft bikurum með Arsenal og Real Madrid.

Það er erfitt verkefni sem bíður Blika en Istanbúl vann 3-1 útisigur í síðustu viku þegar liðin mættust í Kópavogi.

Lestu um leikinn: Istanbul Basaksehir 3 -  0 Breiðablik

Leikur Istanbul Basaksehir og Breiðabliks hefst klukkan 17:45 í dag en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner