mið 11. september 2019 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Boateng: Dembele er bara lítill strákur
Kevin-Prince Boateng lék með Barcelona í hálft tímabil
Kevin-Prince Boateng lék með Barcelona í hálft tímabil
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng lék með spænska félaginu Barcelona á láni frá Sassuolo síðari hluta síðasta tímabil en hann spjallaði við þýska blaðið Bild um Ousmane Dembele.

Það ráku margir upp stór augu er Barcelona staðfesti komu Boateng í janúar en hann var þar á láni út tímabilið. Hann náði vísu ekki að gera mikið fyrir liðið en hann spilaði þá oft sem fremsti maður.

Hann samdi við Fiorentina í sumar eftir að hafa verið áður hjá Sassuolo en hann ræddi allt milli himins og jarðar í löngu viðtali við Bild en hann var spurður út í Ousmane Dembele, sem var keyptur til Barcelona frá Borussia Dortmund.

Barcelona borgaði metfé fyrir Dembele en hann hefur þó ekki en náð að sýna sitt rétta andlit.

„Hann er mjög rólegur og talar ekki mikið. Fyrir mér er hann eins og barn. Maður verður að taka honum eins og hann er og stundum getur hann mætt of seint á æfingar," sagði Boateng.

„Það eru margir leikmenn sem gera þetta viljandi en það er öðruvísi með hann. Dembele er bara eins og lítill strákur. Hann græðir vissulega mikinn pening og er mikið í sviðsljósinu en það þarf að benda honum í rétt átt."

„Hann er lítill strákur sem var kastað í djúpu laugina og kostaði svo allt í einu 150 milljón evra, allt á einni nóttu. Hann veit kannski ekki hvernig þetta virkar allt saman en hann vill bara spila fótbolta,"
sagði Boateng.
Athugasemdir
banner
banner