Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
   lau 11. september 2021 17:03
Daníel Smári Magnússon
Rúnar Páll: Hann gat hæglega dæmt víti
Ragnar Sigurðsson vonandi klár gegn ÍA
Rúnar var ánægður með margt í leik sinna manna, þó úrslitin hafi verið honum óhagstæð.
Rúnar var ánægður með margt í leik sinna manna, þó úrslitin hafi verið honum óhagstæð.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Við spiluðum ágætis leik og fengum fín upphlaup sem við gátum skorað hæglega úr. Varnarleikurinn var alveg til fyrirmyndar og KA menn fengu nú ekki mörg færi á okkur, en þú þarft að spila svona í 90 mínútur plús, við gerðum það í 87 mínútur,'' sagði Rúnar Páll Sigmundsson, nýráðinn þjálfari Fylkis eftir 2-0 tap gegn KA í Pepsi Max-deild karla í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fylkir

Á 9. mínútu vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar að Mark Gundelach hljóp niður Orra Hrafn Kjartansson innan teigs en Helgi Mikael Jónsson, dómari leiksins, dæmdi ekkert. Hvað hafði Rúnar að segja um atvikið?

„Já, mér finnst það alltaf vera pjúra víti en það var ekki þannig. Þannig að við þurfum ekki að svekkja okkur á því núna, en hann dæmdi ekki víti. Hann gat hæglega dæmt víti.''

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Fylkis, var ekki í leikmannahópi Fylkis í dag. Rúnar sagðist vona að hann yrði klár um næstu helgi.

„Ekki núna á miðvikudaginn (bikarleikur gegn Víkingi R.). Kannski næstu helgi gegn Skaganum og við sjáum bara hvernig setur. Hann er meiddur eins og staðan er í dag.''

Fylkir er í bullandi fallbaráttu og næsti deildarleikur er stórleikur á Skaganum þegar ÍA fær þá í heimsókn.

„Við eigum tvo leiki eftir í deildinni og það eru 6 stig. Við reynum að sækja þessi 6 stig, eigum Skagann núna eftir viku og síðan eigum við Val heima. Þannig að það er allt hægt í þessum fótbolta og við gefumst ekkert upp fyrr en flautað er til leiksloka,'' sagði Rúnar Páll Sigmundsson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner