Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. október 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar hrósaði innkomu Sveins sérstaklega - „Það er rómantík í því"
Icelandair
Sveinn Aron og Andri Lucas.
Sveinn Aron og Andri Lucas.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var fallegt augnablik í landsleik Íslands og Liechtenstein í kvöld þegar fjórða mark Íslands kom.

Sveinn Aron Guðjohnsen lagði upp markið fyrir yngri bróður sinn, Andra Lucas. Faðir þeirra, Eiður Smári, er einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur átt. Hann er í dag aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í fjórða markið sem bræðurnir komu að á fréttamannafundi eftir leik. Mark sem verður klárlega rifjað upp í framtíðinni.

„Þetta var frábært. Það er rómantík í því. Ég var ánægður með hvernig Sveinn Aron kom inn á. Það var brotið á honum í vítinu fyrir þriðja markið og svo koma þeir bræður að fjórða markinu," sagði Arnar.

„Þetta gerðist kannski síðast hjá Jóa Kalla, Bjarna eða Dodda (Guðjónssynum) eða eitt­hvað svo­leiðis. Þetta er róm­an­tík, ekki bara á Íslandi held­ur líka í Evr­ópu."
Athugasemdir
banner
banner