Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. nóvember 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adama Traore valinn í A-landslið Spánar í fyrsta sinn
Mynd: Getty Images
Adama Traore, hinn eldsnöggi kantmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið valinn í spænska landsliðið í fyrsta sinn.

Traore kemur inn í hópinn, sem mætir Möltu og Rúmeníu í undankeppni EM 2020, fyrir Rodrigo, sóknarmann Valencia, sem er meiddur.

Hinn 23 ára gamli Traore kom í gegnum akademíu Barcelona, en hann gekk í raðir Wolves frá Middlesbrough í fyrra.

Traore hefur leikið með unglingalandsliðum Spánar, en hann hefur einnig möguleikann á að leika með landsliði Malí svo lengi sem hann leikur ekki keppnisleik með A-landsliði Spánar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner