Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. nóvember 2019 14:10
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola sleppur við refsingu
Pep Guardiola var brjálaður í gær
Pep Guardiola var brjálaður í gær
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, fær enga refsingu fyrir hegðun hans eftir 3-1 tapið gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Guardiola var heitt í hamsi í leik City gegn Liverpool í gær en hann var brjálaður yfir fyrsta marki Liverpool.

Bernardo Silva kom þá boltanum fyrir markið og virtist Trent Alexander-Arnold handleika knöttinn en í sókninni á eftir skoraði Fabinho glæsilegt mark. Þegar atvikið er þó skoðað þá fór boltinn fyrst af handleggnum á Bernardo og í Alexander-Arnold.

Guardiola vildi aftur fá hendi er Raheem Sterling reyndi að koma boltanum fyrir og fór þá boltinn aftur af Alexander-Arnold en ekkert var dæmt.

Eftir leikinn gekk Guardiola að Michael Oliver, dómara leiksins, og þakkað honum innilega fyrir leikinn og auðveldlega hægt að skynja kaldhæðnina en enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að sleppa því að refsa honum fyrir atvikið.


Athugasemdir
banner
banner
banner