Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. nóvember 2020 12:22
Magnús Már Einarsson
Kennie Chopart áfram hjá KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kennie Chopart hefur gengið frá nýjum þriggja ára samningi við KR en félagið staðfesti þetta nú rétt í þessu.

Kennie var að verða samningslaus en nú er ljóst að hann verður áfram í Vesturbænum.

Þessi danski bakvörður var að ljúka sínu fimmta tímabili með KR í sumar en hann varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra

Í sumar skoraði hann eitt mark í sextán leikjum í Pepsi Max-deildinni með KR. .

Kennie spilaði áður með Stjörnunni og Fjölni á Íslandi en hann lék sem kantmaður á árum áður.

Það er nóg að gerast í leikmannamálum KR þessa dagana. Fyrr í dag fékk KR framherjann Guðjón Baldvinsson í sínar raðir en um helgina kom Grétar Snær Gunnarsson til félagsins frá Fjölni.

Finnur Orri Margeirsson fór hins vegar frá KR í Breiðablik auk þess sem Pablo Punyed hefur verið orðaður við Víking og Stjörnuna.

Athugasemdir
banner
banner