Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 11. nóvember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á lokametrunum í viðræðum um riftun á samningi
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba og Juventus eru á lokastigi viðræðna um riftun á samningi leikmannsins.

Pogba er samningsbundinn Juventus til 2026 en félagið vonast til að rifta við hann samningi sem fyrst.

Pogba féll á lyfjaprófi eftir fyrsta deildarleik síðasta tímabils þar sem hann var með of hátt magn af testósteróni í líkamanum og var í kjölfarið dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta.

Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn,CAS, ákvað á dögunum að lækka refsingu hans niður í 18 mánuði og má hann því byrja að æfa í janúar og spila aftur í mars.

Hann er ekki í plönum Juventus og verður fljótlega frjáls ferða sinna. Það er áhugi á honum frá Evrópu, MLS-deildinni og frá Norður-Ameríku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner