Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   mán 11. nóvember 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Munum sakna Lamine Yamal“
Mynd: EPA
Hansi Flick, þjálfari Barcelona á Spáni, segir að liðið muni sakna spænska vængmannsins Lamine Yamal.

Yamal var ekki með Barcelona í 1-0 tapinu gegn Real Sociedad, en liðið hefði vel getað notað krafta hans í leiknum.

Börsungar áttu ekki eitt skot á markið í leiknum sem var annað tap Barcelona í deildinni á tímabilinu.

Yamal meiddist á ökkla gegn Rauðu stjörnunni í Meistaradeildinni í vikunni en ekki er ljóst hvenær hann snýr aftur á völlinn.

„Við munum sakna Lamine Yamal. Ég veit ekki hvort hann verði klár eftir landsleikjatörnina en við höfum beðið um að hann fari ekki með landsliðinu í þetta verkefni,“ sagði Flick.

Yamal er einn mest spennandi leikmaður Evrópuboltans en hann var valinn besti ungi leikmaðurinn er Spánverjar unnu Evrópumótið í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner