Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   þri 11. nóvember 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - U17 kvenna mætir Slóveníu í mikilvægum leik
Kvenaboltinn
Mynd: KSÍ
Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri mætir Slóveníu í fyrri umferð í undankeppni Evrópumótsins í dag.

Ísland vann Færeyjar, 6-2, í fyrri leiknum í riðlinum sem leikinn er í Slóveníu og mætir gestgjöfunum í dag.

Sigurvegarinn í riðlinum mun fara upp í A-deild fyrir seinni umferðina í undankeppninni og leikurinn því gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Youtube-rás slóvenska fótboltasambandsins en hægt verður að finna leikinn á tenglinum hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að fara á Youtube-rás slóvenska sambandsins

Leikur dagsins:
11:00 Ísland - Slóvenía
Athugasemdir
banner
banner
banner