Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   þri 11. nóvember 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Mancini á leið til Katar
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Roberto Mancini er að taka við Al Sadd í Katar en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Mancini hætti með sádi-arabíska landsliðið á síðasta ári eftir slakt gengi, en hann var síðast orðaður við stjórastöðuna hjá Nottingham Forest.

Sean Dyche varð fyrir valinu hjá Forest en Mancini er sjálfur að landa starfi.

Hann hefur samþykkt að taka við Al Sadd í Katar. Mancini setti riftunarákvæði í samninginn sem tekur gildi næsta sumar.

Mancini stýrði áður ítalska landsliðinu, Manchester City, Inter, Fiorentina, Lazio og Galatasaray.
Athugasemdir
banner