Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 11. desember 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fær Dan Ashworth strax nýtt starf?
Dan Ashworth var rekinn frá Manchester United um síðastliðna helgi eftir að hafa starfað hjá félaginu sem yfirmaður fótboltamála síðan síðasta sumar.

Hann stoppaði stutt en Sir Jim Ratcliffe, eigandi Man Utd, missti trú á Ashworth og lét hann fara.

Enskir fjölmiðlar vilja meina að Ashworth fari mögulega strax í nýtt starf og það hjá öðru stóru félagi á Englandi.

Hann er orðaður við Arsenal en starf yfirmanns fótboltamála þar er laust eftir að Edu hætti störfum.

Áður en Ashworth var ráðinn til Man Utd þá starfaði hann fyrir Newcastle, Brighton og enska fótboltasambandið.
Athugasemdir