Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   mið 10. desember 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Yamal tók metið hans Mbappe
Mynd: EPA
Spænski táningurinn Lamine Yamal tók met franska sóknarmannsins Kylian Mbappe í 2-1 sigri Barcelona á Eintracht Frankfurt í Meistaradeildinni í gær.

Yamal lagði upp seinna mark Börsunga í leiknum gegn Frankfurt og kom sér um leið í sögubækurnar.

Enginn leikmaður 18 ára eða yngri hefur komið að fleiri mörkum en Yamal í Meistaradeildinni.

Yamal, sem er 18 ára gamall, hefur nú komið að 14 mörkum í Meistaradeildinni, en Mbappe kom að 13 mörkum á þessum aldri og metið því komið í hendur Yamal.

Spánverjinn á enn möguleika á að bæta fleiri mörkum en stoðsendingum við metið en hann fagnar ekki 19 ára afmæli sínu fyrr en í júlí á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner