Spænski táningurinn Lamine Yamal tók met franska sóknarmannsins Kylian Mbappe í 2-1 sigri Barcelona á Eintracht Frankfurt í Meistaradeildinni í gær.
Yamal lagði upp seinna mark Börsunga í leiknum gegn Frankfurt og kom sér um leið í sögubækurnar.
Enginn leikmaður 18 ára eða yngri hefur komið að fleiri mörkum en Yamal í Meistaradeildinni.
Yamal, sem er 18 ára gamall, hefur nú komið að 14 mörkum í Meistaradeildinni, en Mbappe kom að 13 mörkum á þessum aldri og metið því komið í hendur Yamal.
Spánverjinn á enn möguleika á að bæta fleiri mörkum en stoðsendingum við metið en hann fagnar ekki 19 ára afmæli sínu fyrr en í júlí á næsta ári.
Lamine Yamal (14 G/A) passes Kylian Mbappé for most goal involvements by a player 18 or younger in the Champions League ???? pic.twitter.com/y2kM0wMStd
— B/R Football (@brfootball) December 9, 2025
Athugasemdir



