Argentínumaðurinn Lionel Messi var valinn besti leikmaður ársins í MLS-deildinni en þetta tilkynnti deildin í gær.
Messi, sem er 38 ára gamall, var langbesti maður Inter Miami sem vann MLS-bikarinn eftirsótta um helgina.
Þetta var hans besta tímabil í Miami-treyjunni en hann kom að 45 mörkum í deildarkeppninni og þrettán mörkum í úrslitakeppninni, og því vel að verðlaununum kominn.
Messi vann einnig verðlaunin á síðasta tímabili er Miami endaði efst í deildarkeppninni, en síðan datt liðið út í úrslitakeppninni.
Á síðasta ári kom hann að 32 mörkum í MLS-deildinni, en hann hefur nú unnið alla titla sem hægt er að vinna í Bandaríkjunum.
Næsta markmið hlýtur að vera að vinna Meistaradeild Mið- og Norður-Ameríku, en það gæti líka vel farið svo að hann hætti í fótbolta eftir HM á næsta ári. Það mun væntanlega skýrast síðast á árinu.
Back to back. ????????
— Major League Soccer (@MLS) December 9, 2025
Lionel Messi is the 2025 MLS MVP. The first to ever do it. pic.twitter.com/ETLFc0hNyh
Athugasemdir




