Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   þri 09. desember 2025 16:18
Elvar Geir Magnússon
Wissa klár í fleiri mínútur
Wissa hefur loks leikið sinn fyrsta leik fyrir Newcastle.
Wissa hefur loks leikið sinn fyrsta leik fyrir Newcastle.
Mynd: Newcastle
Sóknarmaðurinn Yoane Wissa lék loksins sinn fyrsta leik fyrir Newcastle þegar hann kom af bekknum í 2-1 sigrinum gegn Burnley. Wissa, sem kom frá Brentford í sumar, hefur verið á meiðslalistanum.

Hann kom inn af bekknum á 74. mínútu í leiknum síðasta laugardag og Eddie Howe, stjóri Newcastle, fagnar því að fá hann loks til leiks. Wissa er 29 ára og var keyptur á 50 milljónir punda.

„Líkamstjáningin hans hefur verið góð, það var stórt skref fyrir hann að komast aftur út á völlinn. Hann er tilbúinn í fleiri mínútur. Hann náði að sýna hvað hann getur gert fyrir okkur," segir Howe.

Newcastle er að búa sig undir leik gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni en sá leikur verður í Þýskalandi á morgun.


Athugasemdir
banner