Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   þri 09. desember 2025 12:30
Kári Snorrason
Alonso útilokar ekki að snúa aftur til Englands
Mynd: EPA
Xabi Alonso og lærisveinar hans í Real Madrid undirbúa sig fyrir stórleik í Meistaradeildinni gegn Manchester City á morgun.

Alonso er undir mikilli pressu sem stjóri stórliðsins en liðið tapaði óvænt fyrir Celta Vigo um helgina. Á blaðamannafundi Real Madrid var Alonso spurður að því hvort að hann hefði áhuga á að snúa aftur til Englands, nú sem þjálfari.

„Ég hef sérstök tengsl við ensku félögin og svo sannarlega við mitt gamla félag, en í augnablikinu er Madríd minn staður og hér vil ég vera. En í framtíðinni veit maður aldrei hvað gæti gerst,“ sagði Alonso.

Sem leikmaður lék Alonso eftirminnilega með Liverpool, frá 2004-2010, og vann hann Meistaradeildina með liðinu í Istanbúl 2005.

Real Madrid er með tólf stig af fimmtán mögulegum í Meistaradeildinni og sitja í 5. sæti deildarkeppninnar. Heima fyrir er liðið í öðru sæti, fjórum stigum á eftir erkifjendunum í Barcelona.

Athugasemdir
banner