Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   þri 09. desember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu frábært aukaspyrnumark Óttars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Magnús Karlsson skoraði eina mark AC Renate í jafntefli gegn Pro Vercelli í C-deild ítalska boltans um helgina.

Óttar skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á átjándu mínútu og er Renate í baráttu um umspilssæti fyrir Serie B, þó aðeins með 21 stig eftir 17 umferðir.

Þetta var annar leikurinn í röð sem Óttar skorar en hann er kominn með 3 mörk í 12 deildarleikjum það sem af er tímabils. Hann er einnig kominn með mark og stoðsendingu í tveimur C-bikarleikjum.

Hér fyrir neðan má sjá markið hans Óttars og enn neðar má finna upptöku af öllu því helsta úr jafnteflisleik Renate gegn Pro Vercelli.

Óttar, 28 ára, er uppalinn hjá Víkingi R. og skoraði hann 9 mörk í 14 leikjum í efstu deild á sínu síðasta tímabili hér á landi, covid-sumarið 2020.

Hann gerði samning við Venezia og hefur einnig leikið fyrir Siena, Oakland Roots, Virtus Francavilla, Vis Pesaro og SPAL eftir flutning til Ítalíu.





Athugasemdir
banner