Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 08. desember 2025 20:29
Ívan Guðjón Baldursson
Slot: Mo sá eini sem getur svarað því
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arne Slot svaraði spurningum á fréttmannafundi í kvöld þar sem Mohamed Salah var aðal umtalsefnið eftir viðtalið sem hann gaf í kjölfar þess að vera ónotaður varamaður í jafnteflisleik hjá Liverpool gegn Leeds um helgina.

   07.12.2025 07:30
Salah um Slot: Einhver sem vill ekki hafa mig hérna


Salah er ekki í leikmannahópi Liverpool sem heimsækir Inter í Meistaradeild Evrópu annað kvöld og er Slot ekki viss hvort stórstjarnan verði í hópnum í næsta úrvalsdeildarleik gegn Brighton.

„Það er stórleikur annað kvöld og það eru kannski 36 klukkustundir liðnar síðan Leeds skoraði jöfnunarmarkið gegn okkur. Ég er ekki búinn að hugsa mikið um þetta mál, ég er einbeittur að því að undirbúa liðið fyrir stórleik gegn Inter. Það er það sem ég er að hugsa um. Við munum skoða allt þetta mál betur eftir leikinn," sagði Slot.

Salah sagði í viðtali sínu að sér hafi verið hent undir rútuna hjá Liverpool. Þar ýjaði hann sterklega að því að Slot beri ábyrgð á því, enda var það ákvörðun þjálfarans að setja Salah á bekkinn. En hvern var Salah að tala um?

„Ég bara veit það ekki, hann er sá eini sem getur svarað þessari spurningu. Ég get giskað en það er ekki rétt að gera það á þessum tímapunkti. Það er erfitt fyrir mig að skilja nákvæmlega hvað hann á við með þessum orðum sínum. Ég held ekki að samband okkar sé brostið."

Slot var spurður út í viðbrögð Salah við að vera ekki í hópnum gegn Inter og útskýrði svo hvers vegna kantmaðurinn knái var bekkjaður þrjá leiki í röð.

„Hann gaf okkur stutt svar," svaraði Slot. „Við höfum átt erfitt á tímabilinu og við litum illa út eftir tapleiki gegn Forest og PSV. Ég þurfti að gera einhverjar breytingar á liðinu útaf því að það er starf mitt sem þjálfari liðsins, ég þarf að finna lausnir þegar illa gengur. Ég ákvað að spila leikinn gegn West Ham með auka miðjumann og þess vegna tók ég Mo úr liðinu. Við unnum þann leik svo ég ákvað að gera það aftur gegn Sunderland.

„Ég skipti Mo inn í hálfleik en hann fékk ekki að spila gegn Leeds útaf taktík. Ég ákvað að breyta leikkerfinu í 4-4-2 með tígulmiðju útaf því að við vorum að spila gegn 5-3-2 leikkerfi. Ég ákvað að nota Hugo (Ekitike) hægra megin í sókninni frekar en Mo."


Ekitike skoraði tvennu gegn Leeds og getur búist við að vera í byrjunarliðinu gegn Inter.

   08.12.2025 20:02
Slot um Salah: Ég hafði ekki hugmynd

Athugasemdir
banner
banner