Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   þri 09. desember 2025 15:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Fyrsta íslenska þrennan í þýsku kvennadeildinni - „Rosalega mikill heiður og ótrúlega skemmtilegt"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Sandra María Jessen skoraði í gær þrennu í 4-1 sigri Köln á Hamburg í þýsku deildinni. Hún er komin með átta mörk í tólf leikjum og er markahæst í deildinni ásamt tveimur öðrum. Hún var keypt til Köln frá Þór/KA í sumar.

Þrennan var sú fyrsta hjá íslenskri konu í efstu deild Þýskalands. RÚV vekur athygli á því í dag og var rætt við Söndru Maríu.

„Þetta er rosalega mikill heiður og ótrúlega skemmtilegt. En ef ég er alveg heiðarleg þá vissi ég ekki að það hafi engin önnur skorað þrennu í deildinni. Þetta kom mér skemmtilega á óvart."

„Þetta er ótrúlega mikill heiður, það eru margar góðar knattspyrnukonur búnar að spila í þessari deild. Það er gaman að geta átt einhver afrek í deildinni. Fyrst og fremst náttúrlega gott að ná sigri en þetta er gaman fyrir mig persónulega líka,"
segir Sandra María meðal annars í viðtalinu.

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina fernu fyrir Wolfsburg en það var í Meistaradeidinni.

Tveir karlar hafa skorað þrennu; Atli Eðvaldsson skoraði fimm mörk fyrir Fortuna Düsseldorf í leik gegn Eintracht Frankfurt og Alfreð Finnbogason skoraði fjórar þrennur sem leikmaður Augsburg.
Athugasemdir
banner