Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United, mun líklega fara frá félaginu í janúarglugganum en TeamTalk segir að Bayern München sé líklegasti áfangastaður Englendingsins.
Þessi tvítugi leikmaður spilaði stóra rullu í liði United er það vann enska bikarinn árið 2024 og fór með Englendingum á Evrópumótið er það tók silfur.
Á þessu tímabili hefur hann aðeins spilaði 171 mínútu og flesta leiki sem varamaður, en hann vill ólmur komast frá félaginu í janúar til þess að auka möguleikann á því að komast á HM með enska landsliðinu.
Teamtalk segir að Bayern hafi verulegan áhuga á að fá hann og að félagið hafi þegar rætt við föruneyti Mainoo um möguleg félagaskipti.
Hingað til hefur aðeins verið talað um lánssamning en Bayern vill kaupa hann í janúarglugganum. Félagið er mjög bjartsýnt á að geta gert skiptin að veruleika.
Mainoo spilaði tólf mínútur er Man Utd vann 4-1 sigur á botnliði Wolves í gær en sat allan tímann á bekknum er liðið gerði 1-1 jafntefli við West Ham í umferðinni á undan.
Athugasemdir


