Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   þri 09. desember 2025 21:47
Brynjar Ingi Erluson
„Sorglegt hvernig komið er fram við leikmenn sem hafa borið merki Vals hátt uppi“
Pétur Pétursson
Pétur Pétursson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Ingi Lárusson, stjórnarmaður Vals
Kristinn Ingi Lárusson, stjórnarmaður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Vals, skýtur föstum skotum á stjórn knattspyrnudeildar Vals á Facebook í dag.

Hann birtir langan pistil á Facebook og vitnar þar í viðtal við Kristinn Inga Lárusson, stjórnarmann hjá Val, sem kynnti nýja framtíðarstefnu Vals.

„Við ákváðum í fyrra að fara í stefnumótunarvinnu og fengum til okkar fyrirtækið GoalUnit til að aðstoða okkur í því. Útkoman úr þeirri stefnumótunarvinnu var kynnt á fundinum sem var haldinn á þriðjudaginn.

Við horfðum í það hver væru gildi fótboltadeildarinnar og hvert við erum að horfa fram á við. Ísland hefur verið öðruvísi, mjög hár aldur á leikmannahópum ef borið er saman við Skandinavíu. Við vildum auka faglegheitin og hafa vísindalega nálgun en ekki einungis hafa huglæga nálgun. Við erum búin að móta ákveðna stefnu sem fylgir ákveðnum gildum - þetta er langhlaup, ekki sprettur. Það að tjalda til einnar nætur hefur oft einkennt íslenskan fótbolta,"
sagði Kristinn Ingi meðal annars, en Pétur gagnrýnir orð hans og segir þau vanvirðingu við allt það góða starf sem stjórn Barkar Edvarssonar vann fyrir félagið.

„Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

„„Það er ótrúlegt hvernig stjórn Vals lítillækkar bæði KK og KVK lið Vals undanfarin ár. Gera lítið úr stórkostlegum árangri stjórnar Barkar í yfir 20 ár, öllum þjálfurum og öllu því fólki sem vann að miklum dugnaði fyrir hönd Vals. Frá árinu 2014 til 2024 unnu KK og KVK lið Vals 12 stóra titla, lið sem voru búin til af ungum, mið og eldri leikmönnum. Öll þessi lið voru frábær og skemmtileg lið að horfa á og gleði allt í kringum þessi lið

„Að geta sagt að Valur hafi tjaldað til einnar nætur er algert virðingarleysi við þá leikmenn, þjálfara, stjórn og sjálfboðaliða sem bjuggu þennan ótrúlega árangur til. Það er talað um að allt sé svo faglegt sem núverandi stjórn er að gera, það er ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár og sorglegt hvernig komið er fram við leikmenn sem hafa borið merki Vals hátt uppi,“
sagði Pétur á Facebook.

Sigurður Egill Lárusson var eftirminnilega látinn fara eftir tímabilið, en hann greindi frá því að hann hafi fengið stutt skilaboð á Facebook um ákvörðun stjórnar. Aron Jóhannsson er meinað að æfa með liðinu og þá var ákveðið að framlengja ekki við lykilkonur úr kvennaliðinu.
Athugasemdir
banner
banner