Aston Villa skoðar möguleikann á því að kaupa Alysson frá brasilíska félaginu Gremio. Það er The Athletic sem segir frá.
Það er sagt frá því að búist sé við tilboði frá Villa í Alysson sem er 19 ára brasilískur hægri kantmaður. Hann er samningsbundinn Gremio til ársins 2029 og er metinn á fimm milljónir evra á Transfermarkt.
Hann á að baki þrjá leiki með U16 landslið Brasilíu og skoraði í þeim þrjú mörk. Hann hefur skorað eitt mark og lagt upp tvö í 31 leik fyrir Gremio.
í greininni kemur einnig fram að Aston Villa sé að skoða framherja fyrir komandi glugga til að styðja við Ollie Watkins.
Villa er í 3. sæti úrvalsdeildarinnar sem stendur, þremur stigum á eftir Arsenal eftir 2-1 sigur á toppliðinu um helgina.
Athugasemdir



