Matthijs de Ligt hefur misst af síðustu tveimur leikjum Manchester United eftir góða byrjun á tímabilinu. Hollenski miðvörðurinn glímir við meiðslu og er talið að stutt sé í endurkomu á völlinn.
Eftir leikinn gegn Wolves í gær var Ruben Amorim, stjóri United, spurður út í De Ligt.
Eftir leikinn gegn Wolves í gær var Ruben Amorim, stjóri United, spurður út í De Ligt.
„Ég veit það ekki, stundum ertu með einhverja hugmynd en svo þarf að meta það dag frá degi. Ég ætla ekki að sejga hvenær hann kemur aftur," sagði sá portúgalski í gær.
De Ligt var keyptur til United frá Bayern sumarið 2024. Hann hefur skorað eitt mark í 14 leikjum á þessu tímabili.
Athugasemdir



