Viktor Bjarki hefur skorað í tveimur Meistaradeildarleikjum á tímabilinu og getur skorað í þeim þriðja í kvöld
Sjötta umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu klárast í kvöld.
Xabi Alonso og lærisveinar hans í Real Madrid taka á móti Pep Guardiola og hans mönnum í Manchester City á Santiago Bernabeu.
Spænskir miðlar halda því fram að Alonso gæti misst starfið tapist leikurinn gegn Man City, en Alonso hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Liverpool.
Arsenal heimsækir Club Brugge í Belgíu. Arsenal hefur verið á miklu flugi í Meistaradeildinni og unnið alla fimm leiki sína.
Íslendingalið FCK heimsækir Villarreal. Viktor Bjarki Daðason er sjóðandi heitur með FCK og sló meðal annars met Lamine Yamal á dögunum er hann skorað í öðrum Meistaradeildarleik sínum. Skorar hann í kvöld?
Leikir dagsins:
17:45 Villarreal - FCK
17:45 Qarabag - Ajax
20:00 Real Madrid - Man City
20:00 Athletic - PSG
20:00 Club Brugge - Arsenal
20:00 Leverkusen - Newcastle
20:00 Juventus - Pafos FC
20:00 Dortmund - Bodö/Glimt
20:00 Benfica - Napoli
Athugasemdir


