Japanski varnarmaðurinn Takehiro Tomiyasu hefur samþykkt að ganga í raðir Ajax í Hollandi, en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Arsenal í sumar.
Tomiyasu er 27 ára gamall sem getur spilað sem miðvörður og bakvörður.
Meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá Arsenal og á endanum samþykkti hann að rifta samningnum við enska úrvalsdeildarfélagið.
Hann hefur unnið að því að koma sér aftur á völlinn og er hann loksins búinn að finna sér nýtt félag. Ajax ætlar að gefa honum tækifærið og er það nokkuð áhættulaust.
Tomiyasu hefur samþykkt samning út tímabilið, en laun hans verða árangurstengd. Samskonar samningar eru þannig að leikmenn fá greitt ákveðna summu eftir tíu spilaða leiki og næst tuttugu spilaða leiki.
Tomiyasu hittir Ko Itakura, liðsfélaga sinn í japanska landsliðinu, hjá Ajax.
Athugasemdir


