„Við erum ekki bara að horfa í það að vinna hvern einasta kappleik og vera á toppnum, heldur líka hvernig við ætlum að gera það.“
Í síðustu viku hélt stjórn fótboltadeildar Vals opinn félagsfund í Fjósinu þar sem fjallað var um framtíðarsýn og þróun fótboltans í Val.
Þar á meðal var kynnt stefnumótunarvinnu sem unnin hefur verið með sænska ráðgjafarfyrirtækinu GoalUnit, sem Breiðablik og FH hafa einnig nýtt sér.
Kristinn Ingi Lárusson, stjórnarmaður í Val, kynnti efnið á fundinum en hann var jafnframt gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn. Kristinn var spurður út í fundinn og hvað GoalUnit gerir í raun.
Þar á meðal var kynnt stefnumótunarvinnu sem unnin hefur verið með sænska ráðgjafarfyrirtækinu GoalUnit, sem Breiðablik og FH hafa einnig nýtt sér.
Kristinn Ingi Lárusson, stjórnarmaður í Val, kynnti efnið á fundinum en hann var jafnframt gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn. Kristinn var spurður út í fundinn og hvað GoalUnit gerir í raun.
„Við ákváðum í fyrra að fara í stefnumótunarvinnu og fengum til okkar fyrirtækið GoalUnit til að aðstoða okkur í því. Útkoman úr þeirri stefnumótunarvinnu var kynnt á fundinum sem var haldinn á þriðjudaginn.
Við horfðum í það hver væru gildi fótboltadeildarinnar og hvert við erum að horfa fram á við. Ísland hefur verið öðruvísi, mjög hár aldur á leikmannahópum ef borið er saman við Skandinavíu. Við vildum auka faglegheitin og hafa vísindalega nálgun en ekki einungis hafa huglæga nálgun. Við erum búin að móta ákveðna stefnu sem fylgir ákveðnum gildum - þetta er langhlaup, ekki sprettur. Það að tjalda til einnar nætur hefur oft einkennt íslenskan fótbolta.“
Hvað er GoalUnit?
„Þetta er í raun sænskt fyrirtæki sem að sérhæfir sig í að vinna með íþróttafélögum. Arnór Smárason, sem við réðum á sínum tíma, kom með þessa hugmynd og við höfum unnið eftir henni. Í rauninni fundum við hver gildi félagsins eru, hver stefnan er og hvernig félag Valur er. Það er gjarnan horft til fortíðarinnar, en við horfum til framtíðarinnar. Eins og öll góð tölfræði byggir GoalUnit á liðnum gögnum, til þess að spá fyrir um framtíðina.“
„Það sem við erum að horfa á er að þetta er eins og hvert annað fyrirtæki. Þú myndar ákveðna stefnu sem framkvæmdarstjórinn ber að fylgja eftir. Við erum búin að móta ákveðna hluti og fyllum inn í hverjir passa inn í hvaða stöðu. Við erum ekki bara að horfa í það að vinna hvern einasta kappleik og vera á toppnum, heldur líka hvernig við ætlum að gera það. Við ætlum að nýta innviðina, það er gríðarleg uppbygging á Valssvæðinu og við þurfum að hlúa vel að aukningunni.“
Velur GoalUnit leikmenn sem liðið sækir?
„Nei, alls ekki. En þú nýtir tæknina til að styðja við það. Við erum með tæknistjóra, þjálfara og aðstoðarþjálfara og þetta hjálpar þeim. Hugmyndafræðin gengur út frá að þetta er gert á faglegum nótum frá A-Ö.
Tölvan leitar upplýsinga, þetta fer þá eftir hvaða gildum við erum að leita eftir. Við erum ekki að reyna finna upp hjólið, heldur að vinna með tæknina eins og hvert fyrirtæki gerir. Tölvan vinnur sína vinnu og síðan er það þitt að meta hvað þú gerir við upplýsingarnar. Þetta er stoðtæki,“ sagði Kristinn að lokum.
Athugasemdir




