Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   þri 09. desember 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dregið í bikarnum: Fjórir spennandi úrvalsdeildarslagir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Búið er að draga í þriðju umferð enska FA bikarsins þar sem öll stórveldi ensku úrvalsdeildarinnar mæta til leiks.

Það eru fjórir úrvalsdeildarslagir á dagskrá þar sem Manchester United tekur á móti Brighton í æsispennandi slag.

Tottenham spilar þá við Aston Villa í einum stærsta leik umferðarinnar á meðan Newcastle og Bournemouth eigast við.

Everton spilar þá að lokum við Sunderland en önnur úrvalsdeildarlið mæta liðum úr neðri deildum.

Ríkjandi meistarar Crystal Palace heimsækja utandeildarlið Macclesfield Town og þá eru nokkur Íslendingalið sem mæta til leiks.

Jason Daði Svanþórsson og félagar í Grimsby Town taka á móti utandeildarliði Weston-super-Mare sem hafa aldrei komist svona langt áður í 138 ára sögu sinni í keppninni. Championship-félögin Blackburn Rovers, Preston North End og Birmingham City eiga einnig leiki.

Andri Lucas Guðjohnsen og félagar í Blackburn Rovers mæta hæst skrifuðu andstæðingunum af Íslendingaliðunum, eða Hull City sem leika einnig í Championship deildinni.

Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, heimsækir Portsmouth á sama tíma og Manchester City fær heimaleik gegn Exeter City og Liverpool tekur á móti League One liði Barnsley á Anfield.

Chelsea heimsækir Charlton og þá eiga West Ham, Fulham, Leeds, Burnley, Brentford, Nottingham Forest og Wolves einnig leiki.

Ef staðan er jöfn eftir venjulegan leiktíma eru leikirnir framlengdir og svo tekur við vítaspyrnukeppni ef enn er jafnt. Jafnteflisleikir verða því ekki spilaðir aftur eins og tíðkaðist áður fyrr. Þetta er gert í tilraun til að vernda leikmenn frá meiðslum með minnkuðum spiltíma.

Leikirnir eru settir á aðra helgina í janúar.

64-liða úrslit
Man Utd - Brighton
Tottenham - Aston Villa
Newcastle United - Bournemouth
Everton - Sunderland
Liverpool - Barnsley
Portsmouth - Arsenal
Charlton - Chelsea
Man City - Exeter City
Macclesfield - Crystal Palace
West Ham - QPR
Derby County - Leeds United
Burnley - Millwall
Sheffield W - Brentford
Fulham - Middlesbrough
Wrexham - Nottingham Forest
Wolves - Shrewsbury
Preston North End - Wigan
Hull - Blackburn
Cambridge - Birmingham
Grimsby - Weston-super-Mare
Doncaster - Southampton
Port Vale - Fleetwood
Ipswich - Blackpool
Norwich - Walsall
Swansea - West Brom
Salford - Swindon
Boreham Wood - Burton Albion
MK Dons - Oxford
Cheltenham - Leicester
Bristol City - Watford
Stoke City - Coventry
Sheffield Utd - Mansfield Town
Athugasemdir
banner
banner