Evrópumeistarar Arsenal unnu 1-0 sigur á Amöndu Andradóttur og stöllum hennar í Twente í 5. umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Beth Mead skoraði sigurmark Arsenal á 10. mínútu en þetta var þriðji sigur liðsins í keppninni.
Amanda sat allan tímann á bekknum hjá Twente sem hefur aðeins náði í tvö stig í keppninni.
Real Madrid vann Wolfsburg, eitt sigursælasta lið Meistaradeildarinnar frá upphafi, 2-0, í Madríd og þá gerðu PSG og Leuven óvænt markalaust jafntefli í Frakklandi.
Þetta var fyrsta stigið sem PSG fær á þessu tímabili og er nú endanlega ljóst að liðið á ekki möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit. Leuven er hins vegar með 6 stig og á enn góðan möguleika á að fara áfram.
Juventus pakkaði St. Pölten saman, 5-0. Christiana Girelli skoraði tvívegis fyrir ítalska liðið sem er með 10 stig í öðru sæti deildarinnar.
Úrslit og markaskorarar:
St. Pölten 0 - 5 Juventus
0-1 Amalie Vansgaard ('6 )
0-2 Christiana Girelli ('43, víti )
0-3 Christiana Girelli ('59, víti )
0-4 Tatiana Pinto ('66 )
0-5 Paulina Krumbiegel ('81 )
Arsenal 1 - 0 Twente
1-0 Beth Mead ('10 )
PSG 0 - 0 Leuven
Real Madrid 2 - 0 Wolfsburg
1-0 Maria Mendez ('19 )
2-0 Linda Caicedo ('67 )
Rautt spjald: Maelle Lakrar ('45, Real Madrid), Iris Santiago ('90, Real Madrid)
Athugasemdir


