Arne Slot þjálfari Liverpool fór víðan völl á fréttamannafundi í kvöld. Englandsmeistararnir heimsækja Inter í Mílanó annað kvöld og vantar helming kantmanna liðsins í hópinn.
Mohamed Salah er ekki með útaf því að hann er í straffi eftir að svakalegt viðtal um helgina en Federico Chiesa og Cody Gakpo ferðast heldur ekki með hópnum.
„Federico er veikur. Þetta er hrikaleg tímasetning til að veikjast en það er lítið sem við getum gert í því. Við fylgjumst með þróun mála hjá honum og ef honum batnar skyndilega þá gæti hann flogið á morgun og komið við sögu í leiknum," sagði Slot.
„Cody Gakpo meiddist því miður gegn Leeds og verður frá næstu vikurnar."
Mögulegt er að Florian Wirtz, Hugo Ekitike og Alexander Isak leiði sóknarlínu Liverpool gegn Inter.
Athugasemdir


