Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   þri 09. desember 2025 22:05
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Szoboszlai hetjan í Mílanó - Chelsea tapaði
Dominik Szoboszlai skoraði sigurmark Liverpool úr vítaspyrnu
Dominik Szoboszlai skoraði sigurmark Liverpool úr vítaspyrnu
Mynd: EPA
Chelsea tapaði
Chelsea tapaði
Mynd: EPA
Kudus skoraði annað mark Tottenham
Kudus skoraði annað mark Tottenham
Mynd: EPA
Jules Kounde gerði bæði mörk Börsunga
Jules Kounde gerði bæði mörk Börsunga
Mynd: EPA
Heimsmeistarar Chelsea töpuðu fyrir Atalanta, 2-1, í 6. umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og þá unnu Mohamed Salah-lausir Liverpool-menn nauman 1-0 sigur á Inter í Mílanó.

Chelsea vann sannfærandi 3-0 sigur á Barcelona í síðustu umferð en laut i lægra haldi fyrir Atalanta í Bergamó.

Joao Pedro kom Chelsea yfir á 25. mínútu en Gianluca Scamacca jafnaði á 55. mínútu eftir stoðsendingu Charles De Ketelaere sem skoraði síðan sigurmarkið undir lok leiks með skoti sem fór af varnarmanni og varði Robert Sanhcez síðan skotið upp í þaknetið.

Liverpool marði 1-0 sigur á Inter í Mílanó-borg.

Mikið hefur verið rætt og ritað um Liverpool undanfarnar vikur og sérstaklega í þessari viku eftir viðtal Mohamed Salah sem gagnrýndi Arne Slot og félagið. Hann var skilinn eftir utan hóps eftir sprengjuna sem hann varpaði í fjölmiðlum og vantaði einnig þá Cody Gakpo og Federico Chiesa í fremstu víglínu.

Liverpool spilaði ágætlega á köflum gegn Inter og skoraði meðal annars mark í fyrri hálfleiknum er Ibrahima Konate skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Markið var hins vegar tekið af með hjálp VAR, en þar sést Hugo Ekitike handleika boltann áður en Virgil van Dijk framlengdi hann á Konate.

Á lokamínútum leiksins fengu Liverpool-menn vítaspyrnu er Alessandro Bastoni togaði Florian Wirtz niður í grasið og var það Dominik Szoboszlai sem skoraði af öryggi úr spyrnunni.

Mikill léttir fyrir Liverpool-liðið sem fer upp í 8. sæti deildarkeppninnar með 12 stig og er sem stendur á leið beint í 16-liða úrslit.

Tottenham vann sannfærandi 3-0 sigur á Slavía Prag í Lundúnum.

David Zima setti boltann í eigið net á 26. mínútu eftir hornspyrnu og þá skoraði Mohammed Kudus úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik.

Heimamenn fengu aðra vítaspyrnu á 79. mínútu og í þetta sinn fór Xavi Simons á punktinn. Vítaspyrnan var langt í frá sannfærandi, en markvörður Slavía var í boltanum en úlnliðurinn ekki nógu sterkur og í netið fór boltinn.

Franski varnarmaðurinn Jules Kounde var óvænt hetja Börsunga sem unnu 2-1 sigur á Eintracht Frankfurt. Þýska liðið komst yfir með marki Ansgar Knauff á 21. mínútu en tvö mörk frá Kounde á þremur mínútum í upphafi síðari hálfleiks skildi liðin að.

Barcelona er með 10 stig eftir sex leiki og á enn möguleika á að enda meðal átta efstu.

Mason Greenwood skoraði tvívegis í 3-2 sigri Marseille á Union SG og þá vann Atlético Madríd lið PSV með sömu markatölu. Folarin Balogun var hetja Mónakó í 1-0 sigrinum á Galataray eftir að hafa farið illa með nokkur góð færi fyrr í leiknum.

Barcelona 2 - 1 Eintracht Frankfurt
0-1 Ansgar Knauff ('21 )
1-1 Jules Kounde ('50 )
2-1 Jules Kounde ('53 )

Inter 0 - 1 Liverpool
0-1 Dominik Szoboszlai ('88 , víti)

Atalanta 2 - 1 Chelsea
0-1 Joao Pedro ('25 )
1-1 Gianluca Scamacca ('55 )
2-1 Charles De Ketelaere ('83 )

St. Gilloise 2 - 3 Marseille
1-0 Anan Khalaili ('5 )
1-1 Igor Paixao ('15 )
1-2 Mason Greenwood ('41 )
1-3 Mason Greenwood ('58 )
2-3 Anan Khalaili ('71 )

Monaco 1 - 0 Galatasaray
0-0 Denis Zakaria ('51 , Misnotað víti)
1-0 Folarin Balogun ('68 )

Tottenham 3 - 0 Slavia Praha
1-0 David Zima ('26 , sjálfsmark)
2-0 Mohammed Kudus ('50 , víti)
3-0 Xavi Simons ('79 , víti)

PSV 2 - 3 Atletico Madrid
1-0 Guus Til ('10 )
1-1 Julian Alvarez ('37 )
1-2 David Hancko ('52 )
1-3 Alexander Sorloth ('56 )
2-3 Ricardo Pepi ('85 )
Athugasemdir
banner