Þróttur tapaði úrslitaleik um að komast upp í Bestu deildina gegn Þór í lokaumferðinni og fór í umspilið þar sem þeir lutu í lægra haldi gegn HK.
„Á miðvikudeginum eftir umspilsleikina hjá Þrótti sendir Venni á mig og segir að hann vilji fá mig í Þrótt.“
Adam Árni Róbertsson er nýjasti liðsmaður Þróttar í Lengjudeildinni. Hann kemur til liðsins frá Grindavík. Adam var markahæsti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili, en hann skoraði fjórtán mörk.
Fótbolti.net ræddi við Adam í gærdag um vistaskiptin og hvers vegna hann valdi að færa sig um set.
Fótbolti.net ræddi við Adam í gærdag um vistaskiptin og hvers vegna hann valdi að færa sig um set.
08.12.2025 16:47
Adam ósáttur við viðskilnaðinn - „Það var enginn að fara kaupa mig á þennan pening“
„Eftir tímabilið hjá Grindavík var ég ekki alveg nógu sáttur með hvernig hlutirnir voru gerðir og hvernig framtíðarsýnin var hjá þeim. Ég bað um að fá að tala við önnur lið og skoða mig um. Það var ekkert mál og þeir leyfðu mér að gera það.
Við í Grindavík kláruðum tímabilið um miðjan september, síðan klárar Þróttur tímabilið aðeins seinna eftir leiki í umspili gegn HK. Á miðvikudeginum eftir umspilsleikina hjá Þrótti sendir Venni á mig og segir að hann vilji fá mig í Þrótt.“
Adam segist hafa heillast af vegferðinni í Laugardal.
„Aldurinn á liðinu er góður. Allir leikmennirnir í liðinu eiga mikið inni, þeir eru á þannig aldri. Liðið verður bara betra með hverju ári. Það er líka heillandi. Það þarf ekkert endalaust að kaupa inn, það er hægt að vinna endalaust með þetta lið.“
Keyptur frá Grindavík
Þróttur er félag sem er ekki þekkt fyrir að kaupa leikmenn. Adam var spurður hvort að það að vera keyptur hafi einhverja þýðingu fyrir hann.
„Ég er virkilega ánægður með að Þróttur hafi gengið þetta langt. Eini sénsinn fyrir mig að losna ef að einhver vildi borga fyrir mig, þó að ég hafi verið á síðasta ári á samningi. Þegar þú skrifar undir samning en vilt losna þá væntanlega ræður liðið því. En þeir vilja væntanlega ekki hafa einhvern ósáttan í liðinu.
Ég er virkilega ánægður með þetta. Það er ekki eins og þetta sé eitthvert lið sem ég hafi neyðst til að fara í bara því mig langar til að fara frá Grindavík, þetta var lið sem mig langaði að fara í. Allir sem ég þekki og hafa vit á fótbolta segja að þetta sé góð skipti. Ég er bara himinlifandi.“
Markmiðið er væntanlega einfalt?
„Já, ég held að það segi sig sjálft. Sérstaklega hvernig þetta spilaðist í fyrra og hvernig deildin er sett upp. Það er ekkert gott hugarfar að ætla sér ekki að fara upp um deild, miðað við árangurinn þann árangur sem náðist í fyrra og þær styrkingar sem hafa orðið á liðinu núna.“
Athugasemdir



