Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   þri 09. desember 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Ivan Toney handtekinn í London
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Ivan Toney var handtekinn á skemmtistað í Soho hverfinu í London um helgina.

Toney fór út á föstudegi til að skemmta sér en er sagður hafa endað á að skalla mann inni á staðnum. Hringt var á lögreglu og hálftíma síðar var gengið með Toney út í handjárnum.

The Sun greindi frá þessu og ræddi við ónafngreint vitni, sem segir að meint fórnarlamb hafi verið partur af hópi af fólki sem var að skemmta sér þetta kvöld og kom auga á Toney.

Vitnið segir að fórnarlambið meinta hafi reynt að taka mynd af sér með Toney án leyfis. Einstaklingurinn tók utan um háls Toney sem bað hann ítrekað um að hætta. Þau samskipti enduðu með því að Toney skallaði viðkomandi, sem endaði með blóðugt nef.

Toney leikur í sádi-arabísku deildinni en hann er 29 ára gamall og hefur spilað 7 landsleiki fyrir England á ferlinum.


Athugasemdir
banner