Serge Gnabry, leikmaður Bayern München, er í viðræðum við félagið um nýjan samning en þetta staðfest Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern, í gær.
Gnabry, sem er þrítugur, skoraði fyrir Bayern í 3-1 sigri liðsins á Sporting í Meistaradeildinni í gær.
Samningur Þjóðverjans rennur út eftir tímabilið og er enn óvíst hvort hann haldi kyrru fyrir hjá Bæjurum.
Samkvæmt Eberl eru viðræður hafnar við Gnabry og umboðsmenn hans, en það er vilji Bayern að halda honum lengur hjá félaginu.
„Við erum að reyna finna leiðir varðandi fjármagnsgetu okkar. Viðræður eru í gangi við Gnabry,“ sagði Eberl.
Gnabry hefur komið að tólf mörkum í tólf leikjum með Bayern á tímabilinu sem er á toppnum í þýsku deildinni og í öðru sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir


