Alexander Isak var lang slakasti leikmaður Liverpool í 1-0 sigri liðsins á Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. GOAL sér um einkunnir hjá ensku liðunum.
Dominik Szoboszlai skoraði sigurmark Liverpool úr vítaspyrnu og var valinn bestur af Goal.
Hann hefur verið ljósið í myrkrinu hjá Liverpool á tímabilinu og skilaði enn einni frábæri frammistöðunni í kvöld. Alexander Isak fær á meðan þrist fyrir sína frammistöðu en hann náði sér engan veginn á strik og virðist bara allt annar leikmaður en hann var hjá Newcastle.
Einkunnir Liverpool gegn Inter: Alisson (7), Gomez (6), Konate (6), Van Dijk (7), Robertson (7), Gravenberch (7), Jones (7), Mac Allister (6), Szoboszlai (8), Isak (3), Ekitike (7).
Varamenn: Bradley (7), Wirtz (6).
Margir leikmenn Chelsea fá slaka einkunn eftir 2-1 tapið gegn Atalanta. Fjórir byrjunarliðsmenn fá 5 í einkunn en Joao Pedro, Pedro Neto og Josh Acheampong voru bestir í liðinu ásamt Alejandro Garnacho sem kom inn af bekknum.
Einkunnir Chelsea gegn Atalanta: Sanchez (5), Chalobah (6), Acheampong (7), Badiashile (5), Cucurella (5), James (6), Caicedo (6), Enzo (5), Neto (7), Pedro (7), Gittens (5).
Varamenn: Fofana (5), Garnacho (7), Gusto (5).
Xavi Simons var með hæstu einkunn hjá Tottenham í 3-0 sigrinum á Slavía Prag. Hollendingurinn er að finna taktinn hjá Lundúnaliðinu eftir slaka byrjun á tímabilinu. Hann skoraði úr vítaspyrnu, eins og Mohammed Kudus, sem fær 8 fyrir sitt framlag.
Einkunnir Tottenham gegn Slavía: Vicario (7), Porro (6), Romero (7), Van de Ven (6), Spence (6), Palhinha (5), Gray (6), Simons (9), Kudus (8), Richarlison (7), Odobert (7).
Varamenn: Tel (6), Sarr (5), Davies (5, Kolo Muani (6).
Athugasemdir


