fim 12. janúar 2023 10:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar með hljóðnema á æfingu - „Algjörlega fáránleg dómgæsla í gær"
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld spilar Ísland við Svíþjóð í æfingaleik á Algarve í Portúgal. Þetta er annar leikur liðsins í þessari ferð en liðið gerði 1-1 jafntefli við Eistland um síðustu helgi.

Lestu um leikinn: Svíþjóð 2 -  1 Ísland

Leikurinn hefst klukkan 18:00, verður í beinni textalýsingu Fótbolta.net og sýndur í beinni útsendingu á Viaplay.

KSÍ birti skemmtilegt myndband á samfélagsmiðlum sínum í aðdraganda leiksins. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, setti á sig hljóðnema á æfingu.

Stutt myndband var birt á samfélagsmiðlum þar sem Arnar sést tala við leikmenn liðsins fyrir æfingu.

„Við tökum 20 mínútur í upphitun, 20 í taktík og endum á góðu spili. Eru ekki ungir gegn gömlum? Hvernig fór í gær?" sagði Arnar á æfingunni.

„Það er eitt sem þarf að ákveða fyrir spilið; það getur ekki verið þannig að Patti (Patrik Sigurður Gunnarsson) velji sér lið. Ég dæmi í dag. Jói (Jóhannes Karl Guðjónsson) dæmir ekki. Það var algjörlega fáránleg dómgæsla í gær. Ég skal dæma, þá verður allt í allt í lagi."

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en líkt og áður segir þá hefst leikurinn við Svíþjóð klukkan 18:00 í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner