Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 10:31
Elvar Geir Magnússon
Sonur Bjarna Jó fetar í hans fótspor og fer út í þjálfun
Mynd: Hafnir
Sigurbergur Bjarnason hefur tekið við þjálfun Knattspyrnufélagsins Hafnir sem leikur í 5. deild. Sigurbergur er sonur hins reynslumikla þjálfara Bjarna Jóhannssonar, sem nú þjálfar Selfoss.

„Sigurbergur er 25 ára og er að stíga sín fyrstu skref í þjálfun en er að stíga í fótspor föður síns," segir í tilkynningu frá Höfnum.

Sigurbergur á yngri landsleiki að baki og leik í efstu deild með Keflavík 2015. Hann er hinsvegar hættur að spila fótbolta vegna þrálátra meiðsla og hellir sér í þjálfun.

Í fyrra lék hann með Höfnum og spilaði níu leiki og skoraði eitt mark í 5. deildinni.

Bjarna föður hans þekkja nær allir íslenskir fótboltaáhugamenn en hann hefur verið í þjálfun frá 1985 og gerði ÍBV tvívegis að Íslandsmeisturum auk þess að vinna bikarinn með Fylki.
Athugasemdir
banner
banner
banner