fim 12. maí 2022 15:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir að Ísak var réttstæður - Mismunandi sjónarhorn geta blekkt
Ísak fagnaði markinu vel og innilega
Ísak fagnaði markinu vel og innilega
Mynd: Getty Images
Myndin
Myndin
Mynd: DBU
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði bæði mörk FCK sem vann Silkeborg í dönsku Superliga í gær. Lokatölur urðu 2-0 og er FCK með fjögurra stiga forskot á Midtjylland á toppi deildarinnar en Midtjylland á leik gegn Bröndby í dag og getur minnkað forskotið niður í eitt stig með sigri. Eftir leiki dagsins eru tvær umferðir eftir.

Seinna mark Ísaks, sem hann skoraði eftir tæplega klukkutíma leik, var milli tannanna á Dönum í gær en margir voru á því að Ísak hefði verið rangstæður í markinu.

Mark Ísaks var skoðað í VAR og formaður dómaranefndar í Danmörku, Michael Johansen, tjáði sig um markið í fjölmiðlum.

„Dómari leiksins dæmdi markið gilt á vellinum. VAR staðfestir svo að sú ákvörðun var rétt þar sem Ísak var 8cm frá því að vera rangstæður. Þetta er gott dæmi um hvernig svona tæp atvik geta fyrir áhorfandanum virst vera rangstaða úr þeim sjónarhornum sem í boði eru í sjónvarpi," sagði Johansen.

Markmið má sjá í spilaranum hér að neðan. Johansen var með mynd sér til stuðnings sem má sjá hér til hliðar.

Sjá einnig:
Enn með fulla trú á Ísaki þó tímabilið hafi ekki verið draumur í dós




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner