mið 12. júní 2019 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gert grín að Ligue 1 fyrir nýjan aðalstyrktaraðila
Mynd: Getty Images
Franska deildin, Ligue 1, hefur heitið Conforama Ligue 1 undanfarin ár. Í dag var tilkynnt um að nýr styrktaraðili deildarinnar verður Uber Eats.

Uber Eats Ligue 1 er því nýja nafnið á deildinni. Uber Eats er þjónusta þar sem þú getur pantað mat og fengið hann sendan heim til þín þrátt fyrir að staðurinn sé ekki með eiginlega heimsendingaþjónustu.

Næst efsta deild í Frakklandi er styrkt af Domino's. Það er þvi alls ekki ólíklegt að einhverjir verði svangir þegar þeir horfa á franska boltann á næstu árum.

Samingur Uber Eats gildir út tímabilið 2021-22.





Athugasemdir
banner
banner
banner