Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 12. júní 2021 21:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen útnefndur maður leiksins
Simon Kjær, fyrirliði Dana, og Christian Eriksen.
Simon Kjær, fyrirliði Dana, og Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
UEFA útnefndi Christian Eriksen sem mann leiksins í viðureign Danmerkur og Finnlands í dag.

Eriksen, leikmaður Danmerkur, féll til jarðar undir lok fyrri hálfleiks í leik gegn Finnlandi, í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu.

Það er ekki annað hægt að segja en að sjúkrastarfsmenn á vellinum og liðsfélagar Eriksen séu hetjur.

Eriksen fékk skyndihjálp á vellinum og var svo fluttur á sjúkrahús þar sem líðan hans er stöðug.

Danir töpuðu leiknum, en á þessari stundu skiptir það engu máli. Það sem skiptir máli er að líðan Eriksen er stöðug. Hann var útnefndur maður leiksins af UEFA sem er fallega gert.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner