Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 12. júlí 2024 15:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Íslands - Fyrsti landsleikur Natöshu í rúm tvö ár
Icelandair
Natasha spilaði síðast landsleik í febrúar 2022.
Natasha spilaði síðast landsleik í febrúar 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá kemur inn í liðið fyrir Hlín.
Diljá kemur inn í liðið fyrir Hlín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:15 hefst leikur Íslands og Þýskalands í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og getur Ísland með hagstæðum úrslitum tryggt sér sæti á EM.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, er búinn að velja byrjunarliðið og má sjá það hér að neðan.

Hann gerir þrjár breytingar frá sigrinum á Austurríki í síðasta mánuði. Þær Hlín Eiríksdóttir, Guðrún Arnardóttir og Selma Sól Magnúsdóttir taka sér sæti á bekknum. Inn koma þær Diljá Ýr Zomers, Natasha Anasi og Alexandra Jóhannsdóttir.

Natasha er að spila sinn sjötta landsleik. Hún meiddist illa á síðasta ári og er í dag að spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2022.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir