Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. ágúst 2020 18:23
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Rosenborg biður um undanþágu svo Breiðablik geti spilað í Þrándheimi
Frá Lerkendal vellinum, heimavelli Rosenborg.
Frá Lerkendal vellinum, heimavelli Rosenborg.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Enn er stefnt að því að Breiðablik muni leika Evrópuleik sinn gegn Rosenborg á Lerkendal vellinum í Þrándheimi. Liðin mætast í forkeppninni þann 27. ágúst og er mikill peningur í húfi.

Ísland er komið á rauðan lista í Noregi sem þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Noregs

Rosenborg er nú að vinna í því að fá undanþágu frá yfirvöldum svo Blikar fái að mæta til landsins en sleppi við sóttkví.

Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir frá þessu samtali við Vísi.

Blikar munu leigja sér flugvél til að ferðast til Noregs og fá til þess 6,4 milljóna króna styrk frá UEFA. Ef allt gengur upp munu þeir ferðast til Noregs tveimur dögum fyrir leik, eftir að hafa farið í skimun fyrir kórónuveirunni hér á landi, og heim aftur fljótlega eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner