Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. ágúst 2020 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Tveir hestar og Kristianstad næst á eftir - Arnór í toppliðinu
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård er liðið vann 6-1 sigur á Linköping í sænsku úrvalsdeildinni. Það fór fram heil umferð í úrvalsdeild kvenna í kvöld.

Það er tveggja hesta kapphlaup um titilinn eins og staðan er núna. Meistararnir í Rosengård eru einu stigi á eftir Gautaborg. Lið Elísabetar Gunnarsdóttur, Kristianstad, hefur verið á flottu róli á undanförnu og er komið upp í þriðja sæti, sjö stigum frá öðru sætinu.

Kristianstad vann 2-0 sigur gegn Vaxjö. Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Kristianstad. Sif Atladóttir er einnig á mála hjá félaginu en hún er ólétt og því ekki að spila með liðinu.

Anna Rakel Pétursdóttir lagði upp mark Uppsala í 2-1 tapi gegn Örebro. Uppsala er í níunda sæti með tíu stig.

Þá gerði Djurgården 1-1 jafntefli við Piteå. Guðrún Arnardóttir lék í vörn Djurgården en Guðbjörg Gunnarsdóttir er ekki farin að spila á ný eftir að hún eignaðist tvíbura. Djurgården er í tíunda sæti með níu stig.

Malmö á toppnum
Í úrvalsdeild karla var Arnór Ingvi Traustason í byrjunarliði Malmö sem vann 2-1 sigur á heimavelli gegn Örebro. Arnór fór af velli eftir rúman klukkutíma.

Malmö er á toppi deildarinnar með 34 stig eftir frábært gengi að undanförnu.

Bjarni Mark Antonsson kom inn í byrjunarliði Brage sem gerði 1-1 jafntefli við Norrby í sænsku B-deildinni. Brage er í sjötta sæti með 18 stig.

Sjá einnig:
Bjarni fylgdi lönguninni, flutti erlendis og vann sig upp í fótboltaheiminum - „Mjög hollt og lærdómsríkt"
Athugasemdir
banner
banner