Á sama tíma og Orri Steinn Óskarsson var seldur frá FC Kaupmannahöfn til Real Sociedad, þá var Conrad Harder seldur frá Nordsjælland til Sporting í Lissabon.
Báðir voru þeir seldir um 20 milljónir evra.
Báðir voru þeir seldir um 20 milljónir evra.
Harder er sóknarmaður alveg eins og Orri en Ruben Amorim, stjóri Sporting, er gríðarlega ánægður með að hafa landað hinum 19 ára gamla Harder.
„Það var félag í ensku úrvalsdeildinni sem var tilbúið að borga meira fyrir hann en hann vildi koma til Sporting," segir Amorim ánægður.
Tipsbladet segir frá því að félagið sem um ræðir sé Brighton.
Athugasemdir