Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   fim 12. september 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Umboðsmaður Salah orðinn mjög þreyttur á falsfréttum
Mynd: EPA

Það er mikil óvissa um framtíð Mohamed Salah en samningur hans við Liverpool rennur út eftir níu mánuði.


Mikið hefur verið rætt og ritað um að hann sé í viðræðum við Liverpool en hann sagði sjálfur í viðtali eftir sigur Liverpool gegn Man Utd fyrir landsleikjahléið að hann væri að njóta síðasta ársins með liðinu.

Ramy Abbas Issa, umboðsmaður Salah, hefur tjáð sig um umræðuna á samfélagsmiðlinum X. En hann er orðinn mjög þreyttur á falsfréttum.

„Svo þið vitið að þá eru þessir 'fjölmiðlamenn' sem gefa í skyn að þeir hafi 'innherjaupplýsingar' varðandi framtíð Mohamed eru að skrifa fullyrðingar/færslur byggt á nákvæmlega engu. Bara til að fá smelli. 'Heimildamaður hjá Mohamed' er ekki til. Þessi færsla er bara til að segja ykkur að þeir vita ekkert," skrifaði Issa.


Athugasemdir
banner
banner