Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. október 2021 17:48
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Englands gegn Ungverjalandi: Níu breytingar
Harry Kane er fyrirliði
Harry Kane er fyrirliði
Mynd: EPA
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, gerir níu breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Ungverjalandi í undankeppni HM í kvöld en Phil Foden og John Stones eru þeir einu sem eru í liðinu frá síðasta leik gegn Andorra.

Harry Kane er fyrirliði liðsins í kvöld og kemur aftur inn í liðið ásamt Jordan Pickford, Tyrone Mings, Kyle Walker, Luke Shaw, Declan Rice, Jack Grealish, Raheem Sterling og Mason Mount.

Englendingarnir geta farið langleiðina með að tryggja sæti sitt á HM með sigri en liðið er á toppnum í I-riðli með 19 stig. Albanía er í öðru með 15 stig á meðan Pólland er í þriðja með 14 stig.

England: Pickford, Walker, Stones, Mings, Shaw, Rice, Foden, Mount, Grealish, Sterling, Kane

Ungverjaland: Gulácsi; Kecskes, At.Szalai, Lang; Nego, A.Nagy, Schäfer, Z.Nagy; Schon, Szoboszlai; Sallai.
Athugasemdir
banner
banner
banner