Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 12. október 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid vill annað ungstirni
Aurelien Tchouameni.
Aurelien Tchouameni.
Mynd: EPA
Real Madrid vill fá Aurelien Tchouameni, 21 árs miðjumann Mónakó, samkvæmt frétt í Marca.

Real Madrid fékk Eduardo Camavinga til sín í sumar og vill nú annan spennandi ungan leikmann á miðsvæðið.

Tchouameni hefur látið að sér kveða með franska landsliðinu og spilað fimm landsleiki síðustu tvo mánuði.

Toni Kroos og Luka Modric eru á leið niður brekkuna og Madrídingar vilja yngja upp í hópnum hjá sér.

Fyrir á miðsvæðinu hjá Real eru Fede Valverde, Carlos Casemiro og Camavinga.
Athugasemdir
banner