þri 12. október 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Southgate um HM hugmyndir Wenger: Glórulaust
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: EPA
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir að hugmyndir Arsene Wenger um að halda HM á tveggja ára fresti vera algjörlega glórulausar.

„Það er alltaf verið að breyta hugmyndunum um þetta alþjóðlega dagatal. Það þurfa allir að fá rödd í umræðuna, þar á meðal félagsliðin," segir Southgate.

„Það gæti hjálpað félögunum og landsliðunum að fækka landsleikjaglugganum og hafa þá lengri í hvert sinn. En að vera bara með einn stóran glugga á ári er glórulaust. Ef leikmaður meiðist einmitt á þeim tíma þá spilar hann ekki landsleik á árinu."

Wenger vinnur fyrir FIFA og óhætt er að segja að hugmyndir hans um að hafa HM á tveggja ára fresti í stað fjögurra hafi fallið í misjafnan jarðveg.

„Þetta eru bara hugmyndir frá mér. Ég tek ekki ákvörðunina. Það er fótboltasamfélagið sem fær að ákveða," segir Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner