Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   þri 12. nóvember 2019 14:22
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Birkir Bjarna bjartsýnn á að eitthvað gott gerist í janúar
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birki Bjarnasyni líkar lífið vel í Katar en þar er hann að spila með Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum í Al-Arabi. Hann segir að lífið utan vallar sé afskaplega rólegt.

„Það er bara mjög gott að vera kominn í lið aftur og vera aftur farinn að spila reglulega. Það er mjög heitt þarna og aðeins öðruvísi bolti. Þetta er öðruvísi reynsla og það er gaman að því," segir Birkir í viðtali við Fótbolta.net.

„Það er of heitt til að vera úti á daginn. Maður er bara að slaka á og lesa."

Birkir er ánægður með gæðin sem eru í deildinni í Katar.

„Fótboltinn þarna kom mér á óvart. Hann er betri en ég bjóst við. Það er smá spes að það séu takmörk á útlendingum en það er gaman að prófa eitthvað nýtt."

Birkir gerði þriggja mánaða samning við Al-Arabi en vill ekki útiloka að vera þar lengur. Það sé þó ýmislegt í gangi.

„Það er ekki útilokað að ég verði lengur. Þetta eru þrír mánuðir til að byrja með. Mér líður mun vel þarna og er alveg tilbúinn að vera áfram," segir Birkir.

„Það er verið að vinna í þessu og margt hefur gerst eftir síðustu landsleiki. Ég er bjartsýnn á að það verði eitthvað gott í janúar."

Ísland mætir Tyrklandi á fimmtudag. Það vantar öfluga leikmenn í íslenska liðið vegna meiðsla, til dæmis Aron Einar, Rúnar Má og Jóhann Berg. Birkir tekur undir að Erik Hamren og Freyr Alexandersson hafi verið óheppnir með meiðsli síðan þeir tóku við liðinu.

„Maður hefur vorkennt þeim, þeir hafa verið mjög óheppnir með meiðsli síðan þeir tóku við. En við erum með marga góða leikmenn sem geta leyst stöður og þeir verða bara að gera það," segir Birkir Bjarnason.
Athugasemdir
banner
banner