Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   þri 12. nóvember 2019 14:22
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Birkir Bjarna bjartsýnn á að eitthvað gott gerist í janúar
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birki Bjarnasyni líkar lífið vel í Katar en þar er hann að spila með Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum í Al-Arabi. Hann segir að lífið utan vallar sé afskaplega rólegt.

„Það er bara mjög gott að vera kominn í lið aftur og vera aftur farinn að spila reglulega. Það er mjög heitt þarna og aðeins öðruvísi bolti. Þetta er öðruvísi reynsla og það er gaman að því," segir Birkir í viðtali við Fótbolta.net.

„Það er of heitt til að vera úti á daginn. Maður er bara að slaka á og lesa."

Birkir er ánægður með gæðin sem eru í deildinni í Katar.

„Fótboltinn þarna kom mér á óvart. Hann er betri en ég bjóst við. Það er smá spes að það séu takmörk á útlendingum en það er gaman að prófa eitthvað nýtt."

Birkir gerði þriggja mánaða samning við Al-Arabi en vill ekki útiloka að vera þar lengur. Það sé þó ýmislegt í gangi.

„Það er ekki útilokað að ég verði lengur. Þetta eru þrír mánuðir til að byrja með. Mér líður mun vel þarna og er alveg tilbúinn að vera áfram," segir Birkir.

„Það er verið að vinna í þessu og margt hefur gerst eftir síðustu landsleiki. Ég er bjartsýnn á að það verði eitthvað gott í janúar."

Ísland mætir Tyrklandi á fimmtudag. Það vantar öfluga leikmenn í íslenska liðið vegna meiðsla, til dæmis Aron Einar, Rúnar Má og Jóhann Berg. Birkir tekur undir að Erik Hamren og Freyr Alexandersson hafi verið óheppnir með meiðsli síðan þeir tóku við liðinu.

„Maður hefur vorkennt þeim, þeir hafa verið mjög óheppnir með meiðsli síðan þeir tóku við. En við erum með marga góða leikmenn sem geta leyst stöður og þeir verða bara að gera það," segir Birkir Bjarnason.
Athugasemdir
banner