Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 12. nóvember 2019 14:22
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Birkir Bjarna bjartsýnn á að eitthvað gott gerist í janúar
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birki Bjarnasyni líkar lífið vel í Katar en þar er hann að spila með Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum í Al-Arabi. Hann segir að lífið utan vallar sé afskaplega rólegt.

„Það er bara mjög gott að vera kominn í lið aftur og vera aftur farinn að spila reglulega. Það er mjög heitt þarna og aðeins öðruvísi bolti. Þetta er öðruvísi reynsla og það er gaman að því," segir Birkir í viðtali við Fótbolta.net.

„Það er of heitt til að vera úti á daginn. Maður er bara að slaka á og lesa."

Birkir er ánægður með gæðin sem eru í deildinni í Katar.

„Fótboltinn þarna kom mér á óvart. Hann er betri en ég bjóst við. Það er smá spes að það séu takmörk á útlendingum en það er gaman að prófa eitthvað nýtt."

Birkir gerði þriggja mánaða samning við Al-Arabi en vill ekki útiloka að vera þar lengur. Það sé þó ýmislegt í gangi.

„Það er ekki útilokað að ég verði lengur. Þetta eru þrír mánuðir til að byrja með. Mér líður mun vel þarna og er alveg tilbúinn að vera áfram," segir Birkir.

„Það er verið að vinna í þessu og margt hefur gerst eftir síðustu landsleiki. Ég er bjartsýnn á að það verði eitthvað gott í janúar."

Ísland mætir Tyrklandi á fimmtudag. Það vantar öfluga leikmenn í íslenska liðið vegna meiðsla, til dæmis Aron Einar, Rúnar Má og Jóhann Berg. Birkir tekur undir að Erik Hamren og Freyr Alexandersson hafi verið óheppnir með meiðsli síðan þeir tóku við liðinu.

„Maður hefur vorkennt þeim, þeir hafa verið mjög óheppnir með meiðsli síðan þeir tóku við. En við erum með marga góða leikmenn sem geta leyst stöður og þeir verða bara að gera það," segir Birkir Bjarnason.
Athugasemdir
banner
banner