Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 12. nóvember 2025 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Gauti og Júlíus Mar á blaði hjá ÍA
Júlíus Mar.
Júlíus Mar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti.
Arnór Gauti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti Jónsson og Júlíus Mar Júlíusson eru samkvæmt heimildum Fótbolta.net nöfn sem eru á blaði hjá ÍA.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sagði Albert Brynjar Ingason frá því að Skagamenn væru búnir að hlera KR-inga varðandi Júlíus Mar og hefðu fengið þau svör að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri tilbúinn að láta Júlíus fara en verðið væri of hátt, eða 15 milljónir króna, og ÍA hafi bakkað út úr því.

Júlíus Mar er fæddur 2004 og lék sitt fyrsta tímabil í efstu deild í sumar eftir að KR keypti hann frá uppeldisfélaginu Fjölni fyrir um ári síðan. Fótbolti.net greindi frá því að KR hefði greitt Fjölni 7,5 milljónir fyrir Júlíus í fyrra og að sú upphæð gæti hækkað út frá ákvæðum.

Júlíus byrjaði tímabilið mjög vel en svo duttu inn meiðsli og það fór að halla undan fæti. Hann hefur verið orðaður við Val, Stjörnuna og Víking í haust og einnig við Lyngby í Danmörku.

Arnór Gauti er djúpur miðjumaður sem var lykilmaður hjá Breiðabliki seinni hluta tímabilsins 2024 þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn. Hann kom í Breiðablik frá Fylki fyrir tímabilið 2024. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, sagði við Fótbolta.net á mánudag að ÍA væri í leit að djúpum miðjumanni.

Hann er fæddur 2002 og byrjaði fimmtán leiki í Bestu deildinni í ár, skoraði eitt mark og lagði upp eitt. Hann hefur byrjað fyrstu tvo leiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni. Hann er samningsbundinn Breiðabliki út næsta ár.
Athugasemdir
banner
banner